<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 16, 2009

ferragosto 

hin ítalska verzlunarmannahelgi....

Ég hef víst ekki bloggað í meira en mánuð...

Hin ítalska "verslunarmannahelgi" var í gær...
Landið hefur lagst í dvala og lítið er um fólk á strætum bæjarins. Stærri og smærri fjölskyldurnar flykkjast suður á bóginn eða til annarra landa til að eyða saman sumarfríinu. Vinir skella sér á Ibiza staði Ítalíu, eða bara í sumarhús einhvers þeirra og skemmta sér.

Deginum í gær var eytt á vínekrunni. Við grilluðum saman kjöt, smokkfisk, grænmeti og maís (mín uppástunga, næst verða það bananar!) Þess á milli sleiktum við sólina, fóðruðum hænurnar og unnum garðverk. Nokkurs konar afslöppun í sveitinni.

miðvikudagur, júlí 08, 2009

Milano, la citta' della Moda 



Mílanó, borg tískunnar.

Já.. Það var víst heimtað nýtt blogg frá mér. :P

Um síðustu helgi fór ég sem sagt til Milano, einnar helstu túskuborgar heimsins. Ég gisti hjá Shuichi, vini mínum frá Japan sem var skiptinemi með mér í Ivrea fyrir 4 árum. Hann var að klára 2. ári í Instituto Marangoni, sem er einn af virtustu hönnunarskólum heims og sá besti hér á Ítalíu. Á fimmtudagskvöldið var lokahóf Marangoni þar sem nýútskrifaðir nemendur héldu sína eigin tískusýningu og Shu bauð mér að koma með þar sem hann átti tvo boðsmiða.

Þar af leiðandi tók 2 og hálfs tíma lestarferð við frá Ivrea til Milano. Í lestinni til Milano frá Chivasso, þar sem við skiptum um lest, sat mjög skringilegur maður hinu megin við ganginn, sem starði á mig allan tíman, þessa 2 tíma. Frekar óþægilegt... Þegar til Milano var komið hlupum við í gegnum aðallestarstöðina, Shuichi með ferðatöskuna mína (alvöru gentilman) og ég á flipflop skóm sem eru alls ekki þeir bestu til að hlaupa á, skal ég segja ykkur. Við sikksökkuðum á milli fólks, sumir gáfu okkur illt auga á meðan öðrum fannst ekkert annað sjálfsagðara, þar til við komum á strætóstoppistöðina og hoppuðum upp í strætisvagninn sem kom á sömu stundu.

Í strætónum rann það upp fyrir mér að núna væri ég komin í stórborg. Fjölbreytt mannlífið, fjölbreyttar almenningssamgöngur og sírenuvæl fengu mig til að skipta um hegðun. Í stað bæjarlífsins,rólegheita og smá kæruleysis tók við stórborgin, varkárni og stress.

Fyrir almenningssamgöngur þaef að borga 1 evru. Miðinn dugar svo í 70 mín. Lífið í stórborginni kennir manni þó að komast hjá því að borga fyrir suma hluti. Shuichi lét mig fá strætómiðan og þegar ég ætlaði að stimpla hann þá útskýrði hann fyrir mér að ég ætti ekki að gera það, nema þegar strætóverðirnir koma inn í strætóinn og vilja sjá miðan. Af þessum sökum hafði hann líka valið sæti akkurat við stimplunarvélina.

Þegar kom að stoppistöðinni okkar, hoppuðum við út og héldum áfram hlaupunum þar sem við höfðum takmarkaðan tíma til að gera okkur klár fyrir Fashion-showið seinna um kvöldið.
Þegar komið var heim til Shu höfðum við ca. 20 til að skipta um föt og hlaupa svo út aftur.


Dress-codið sem hafði valdið mér miklum vangaveltum á meðan ég var að pakka var uppfylt með nettum, hnésíðum, hlýralausum, ljósbláum kjól, háum hælum, gyltri Pilgrim hálfesti, gyltum blóma vintage eyrnalokkum (keyptir á Spáni fyrir 2 árum) og hippaband á hausnum. Nokkuð sátt hljóp ég út í leigubíl ásamt Shu, enn sveitt eftir hlaup dagsins og gleymdi rauða varalitnum á strauborðinu...


Mitt fyrsta skipti í leigubíl á Ítalíu einkenndist af krókaleiðum og traffík. Til að bæta ofan á það var Shu að fara yfir um af stressi. Loksins komumst við á leiðarenda og röltum að innganginum þar sem jakkafataklæddir og vatnsgreiddir menn stóðu og tóku á móti boðsmiðum og vísuðu í stæði.


Ég er engin tískufrík, en ég verð samt að viðurkenna að ég hef gaman af tísku og pæli soldið í stíl osfrv, og ég held að ég geti ekki sagt að ég klæði mig mjög “venjulega”. Þarna leið mér loksins virkilega vel meðal fólks, fatalega séð. Hippabönd, mittispils, vintage, 50&60's stíll osfrv. Ef ég dirfist til að fara út í hnésokkum og með hippaband á hausnum í Ivrea uppsker ég pirrandi augnaráð og pískr bæjarbúa.


Shu kynnti mig fyrir vinum sínum og við tókum okkur stöðu. Klukkutíma eftir að við komum og mér var farið að verkja undan hælunum, byrjaði svo sjóvið!! Hælarnir björguðu mér þó því að ansi stór manneskja tróð sér fyrir framan okkur þegar var farið að líða á seinni hlutan.

Módelin strolluðu hvert á fætur öðru með mismunandi flottar flíkur utan á mjög svo mögrum kroppnum á meðan “dúm-dis-dúm-dis-bara-bara-dúm-dis” tónlist (lesist sem techno/house) gjall í eyrum viðstaddra.


Eftir þrjá tíma standandi á hælum lauk svo herlegheitunum með því að fatahönnuðirnir – ca 70 talsins- strolluðu um sýningarpallinn. Við ákváðum svo eftir mikla bið að fara á djammið. Ég og Shu höfðum ekki borðað neitt þannig að fyrsta stopp var í bakaríi þar sem við keyptum okkur pizzubita og héldum svo á barinn. Barinn var reyndar enginn bar. Við fórum inn á ein staðinn keyptum drykki og fórum svo út aftur og settumst á kantinn á blómakörunum og töluðum saman þar og drukkum.


Þarna lærði ég tip númer tvö í stórborginni. Ein vinkona Shu, Anna, útskýrði fyrir mér að hún fer inn á pubbinn og pantar þrjá drykki við kassan. Þar næst fer hún á barinn og sýnir kvittunina, en lætur barþjóninn ekki fá hana. Barþjónninn á aftur á móti að taka kvittunina og rífa hana til hálfs til að merkja að búið sé að nota viðkomandi kvittun og láta viðskiptavininn fá hana aftur. Viðskiptavinurinn þarf alltaf að taka kvittunina hér í Ítalíu, því að það getur komið fyrir að lögreglan stoppi fólk þegar það kemur út úr búð og vill fá að sjá kvittunina og ef þú hefur hana ekki ertu sakaður um þjófnað. Nei, þetta er ekki djók, svona er þetta hérna!!

Þannig að þegar Anna fór á barinn næsta skiptið framvísaði hún sömu kvittuninni og fékk drykkina sína þrjá.


Eftir nokkra drykki var ákveðið að fara á diskóið, Gasoline. Á Ítalíu þýðir bar kaffihús, pub merkir staður þar sem þú situr og drekkur og svo er discoteca staður þar sem þú dansar og drekkur.

Ambra, önnur vinkona Shu keyrði okkur Shu heim til hans til að ég gæti skipt um skó þar sem hælarnir voru að drepa mig. Ambra á Smart bíl, sem er aðeins tveggja sæta, þannig að Shu faldi sig á gólfinu farþegameginn, á milli lappanna á mér! Ekki nóg með það, þá drekka Ítalir og keyra. Löggan sem betur fer stoppaði okkur ekki þótt við hefðum mætt henni tvisvar á leiðinni heim.

Ég skipti um skó og setti á mig varalitinn og svo fórum við aftur út í bíl og héldum á diskóið.


Á diskóum þarf maður að borga sig inn og fær í staðinn einn drykk. Við borguðum því 10 evrur og fengum svo kokteil í staðinn við kassan þar sem við vorum líka stimpluð á handarbakið.

Þarna var svo dansað til að verða fjögur. Tónlistin var betri en ég bjóst við. International-Hressó tónlist í bland við nokkur góð af Ellefunni og jafnvel eitt og eitt Kofa-lag.

Eftir dansinn góða var svo haldið heim, í þetta sinn skutlaði Anna okkur og ég þurfti ekki að sitja með Shu á milli lappanna.


Ég læt þetta duga í bili.... FRH síðar :)


p.s. Afsakið málfræði og stafetningarvillur, nenni ekki að lesa þetta yfir....


mánudagur, júní 08, 2009

politica 


pólitík!
Í gær voru kosningar til Evrópuþingsins hér á Ítalíu. Þrátt fyrir endalausa skandala Berlusconis sem hafa verið að koma upp á yfirborðið síðustu vikurnar var það hans flokkur sem hafði yfirhöndina; með minni prósentu en hann sjálfur bjóst þó við. Ítalskir sósíalistar hafa verið að ganga í gegnum erfitt tímabil upp á síðkastið og því virðist ekki vera að ljúka því þeim gekk ekki svo vel heldur; eins og restin af sósíalistunum í Evrópu! Evrópusambandið virðist vera að taka hægri kipp á meðan Ísland, Bandaríkin og Suður-Ameríka færist til vinstri. Sigurverar kosninganna hér á Ítalíu (miðað við að bæta sem mestu fylgi við sig) voru Lega Nord. Lega er hægri sinnaður flokkur sem vill meðal annars að höfuðborgin, þingið og öll völdin verði færð frá Róm til Mílanó og helst segja skilið við suðurhluta Ítalíu. Þetta er flokkur sem Berlusconi hefur í vasanum líkt og allar sjónvarpsstöðvarnar hér á Ítalíu.
Munurinn á Norður- og Suður-Ítalíu er mjög mikill. Norðrið hefur alltaf einkennst af iðnaði og uppgangi á meðan fyrir sunnan er meira atvinnuleysi og fátækt og mafía. Mafían er nú líka hérna fyrir norðan en stærstu fjölskyldurnar eru í Napolí og á Sikiley.

Vinstri flokkarnir á Ítalíu sem innihalda allt "interlectual" fólkið hafa endalaust verið að tvístrast og sameinast og ekki geta ákveðið sig um samstarf. Á meðan er Berlúski að verða að einræðisherra. Hann hefur sjálfur sagt að þingið þjóni engum tilgangi lengur því hann búi til öll lögin sjálfur. Nýlega sá hann til þess að búa til lög um friðhelgi einkalífsins til að koma í veg fyrir birtingu mynda frá einkavillu hans í Sardínu af nöktum menntaskólastúlkum undir lögaldri. Þessar myndir voru síðan birtar í El País á Spáni og ég mæli með að forvitnir kynni sér málið. Þar er meðal annars sagt frá Viagra notkun hans sem hefu ollið honum hjartveiki. Þrátt fyrir þetta segir Berlusconi að hann sé stálhress og með líkama á tvítugsaldri. Eiginkona hans er búin að segja skilið við hann og lýsti því yfir í einu dagblaðinu sem er anti-berlusconi-blað að Silvio Berlusconi væri veikur og þyrfti á hjálp að halda.

Já gott fólk... Pólitíkin er skrautleg og við Íslendingar getum þó amk þakkað fyrir að okkar forsætisráðherra sé þó ekki einvaldur eða veikur á geði.

p.s. myndin er af mér og "ömmu" eftir að við vorum búnar að búa til pasta :)

miðvikudagur, maí 27, 2009

Sto morendo di caldo! 

ég er sem sagt að deyja úr hita hérna í sunnanverðri álfunni. Fólk talar um að þetta sumar verði verra (þeas heitara) en sumarið 2003, en glöggir Íslendingar muna kannski eftir fréttum frá mínum slóðum um fólk að baða sig í gosbrunnum þetta sumar. Í vetur snjóaði líka mikið þannig að allur snjórinn í fjöllunum er að bráðna og áin í Ivrea er að fyllast af vatni og fólk er farið að óttast flóð.

Nú eru komnar meira en tvær vikur síðan ég skrifaði síðast og ætla ég að koma með smá up-deit.
Um helgina fór ég til Frakklands með Rossetti fjölskyldunni. Þau eiga litla íbúð í Frejus sem er lítill strandabær ekkert svo langt frá Nice & Cannes. Veðrið var nú ekkert það voðalega gott, 18-28 stiga hiti og ringdi einn og hálfan dag. Við notuðum því tækifærið og skoðuðum okkur um. Í bænum Grasse fórum við á ilmvatnasafn og sáum hvernig ilmvötn eru búin til og svo sá ég einnig Cannes, en Nice heimsótti ég fyrir 2 árum þegar ég fór og hitti Karinu vinkonu sem var þar í sumarfríi og ég var í Frejus. Anyway þá á að taka un 4-5 tíma að keyra frá Ivrea til Frejus en Rossetti fjölskyldan hefur svo gaman að því að keyra allar litlu göturnar frekar en að taka hraðbrautina að við vorum næstum 10 tíma á leiðinni! Þessir 10 tímar innihéldu þó tvö stopp á söfnum, Lestarsafn með gömlum lestum í stíl við Hogwartslestina og svo Ötzl forn karlinn sem fannst frosinn í heilu lagi í fjöllunum á milli Ítalíu og Frakklands.

I Frejus fór ég svo 3var á ströndina og er farin að taka smá lit og komin með nokkrar freknur! Einn eftirmiðdaginn fór ég svo ein í hjólatúr og hjólaði meðfram allri smábátahöfninni með óþægilegasta hnakk sem ég hef nokkurn tíman notað og ég er ekki frá því að mér sé enn illt í rassinum!! En það var gott að komast aðeins í tengsl við sjóinn enda er ég vön að sjá hann á hverjum degi og sjávargolan var hressandi í stað hitapollsins hér í Ivrea.

Ég er ekki frá því að Frakkland sé betur skipulagt heldur en Ítalía. Þegar við vorum komin yfir ítölsku landamærin var miklu meira "casíno" eins og Ítalir nefna það. Fólk var meira á ferðinni út á götunum og hrópandi og kallandi og vespur og skúterar sikksökkuðu á milli bíla og annarra vegfaranda. Að ferðast með 4 Ítölum er heldur ekkert grín. Á meðan Íslendingar njóta þess að upplifa landslagið með sjálfum sér í þögninni eru Ítalir æstir í að tjá manni hvað þeir sáu og kalla "sérðu þarna?!?!" og á ákveðnum tímapunkti var ég að fara yfir um á meðan þau töluðu hvort annað í kaf! Þrátt fyrir þetta þá var ferðalagið nú bara ágætt fyrir utan rigninguna og ég er bara aðeins brennd á ristinni... :)

þetta var eflaust frekar líflaust blogg en blogg var það og þið vitið að ég er ekki týnd og tröllum gefin...

knús til alle sammen!
edda

sunnudagur, maí 17, 2009

la vita in italia,,,... è bella 

jæja!
Þá er það bloggfærsla númer tvö. Netið er ekki alveg að virka þannig að ég hef ekki geta verið mikið nettengd.

Á fimmtudaginn fór ég til Torino því Tiziano var að útskrifast úr efnaverkfræði í Politecnico Háskólanum í Torinó. Ég hef aldrei verið viðstödd háskólaútskrift áður hér á Ítalíu og er hún nokkuð öðruvísi en sú íslenska. Á Íslandi er öllum stúdentum sem eru að útskrifast troðið í stórasalinn í Háskólabíó og fá afhent skirteinið sitt. Á Ítalíu veistu ekki hver lokaeinkunnin þín er fyrr en þú ert búin að fá skirteinið í hendurnar.
Þennan fimmtudag voru aðeins sex nemar að útskrifast, þrír úr grunnnámi og þrír úr framhaldsnámi, allir úr efnaverkfræði. Eftir að hafa skrifað lokaritgerðina (BS,MA) þarf hver og einn nemandi að halda fyrirlestur um ritgerðina í 8 mínútur. Að því loknu taka prófessorarnir við að spurja viðkomandi spurninga út í efnið. Þegar því er lokið er þér gefin einkunn fyrir ritgerðina og fyrirlesturinn sem getur í mestalagi verið 110. Sú einkunn reiknast svo inn í meðaltalið þitt með þeim kúrsum sem þú hefur tekið og færð svo loka einkunn sem ???/110. Frekar stressandi verð ég að segja, enda var Tiziano mjög létt eftir fyrirlesturinn og opnaði tvær kampavínsflöskur í tilefni dagsins. Eftir það biðum við í tvo og hálfan tíma á kampusnum eftir því að mastersnemarnir kláruðu sína fyrirlestra og að kennararnir mundu ákveða einkunnagjöfina. Eftir á fórum ég, Tiziano og Niccolò og fengum okkur "apperativo" sem er hreint út sagt algjör snilld! Þá borgar þú sem sagt fyrir einn drykk og mátt svo borða eins mikið og þú vilt af eins konar hlaðborði á barnum. Við byrjuðum á að skoða La Consulata (kirkja) og fórum svo á Obelix og borðuð þar. Um 21 tókum við svo lest til Ivrea og fórum á Tour Blunch ásamt bestu vinkonu Tizi og svo kom Damiano. Við enduðum kvöldið svo á því að fara í bakaríið og Tiz keypti sér pizzu! Það er líka önnur snilld... Bakararnir byrja sem sagt að baka brauð og kökur morgundagsins um miðnættið og byrja að selja pizzur og croisant stuttu eftir það, þannig að þegar maður er búinn á djamminu þá getur maður fengið sér pizzubita áður en haldið er heim.

Á föstudaginn fengum við boðsmiða á djammið. Hér þarf maður nefnilega að borga sig inn á skemmtistaðina og fær samt í staðinn eitt skot eða kokteil í staðinn. Ég, Niccolò og Tiziano fórum sem sagt á Sugho, sem er aðal skemmtistaðurinn hér. Sem staður er hann mjög fínn. Minnti mig mjög mikið á gamla góða Organ, með ljósakrónum og veggfóðri. Tónlistin var hinsvegar hræðileg! Teknó drasl og Hressó tónlist inn á milli, sem var ágætt. Tónlistin á samt víst að fara eftir DJnum og þetta átti að vera eitthvað svona 90's eða 80's kvöld, en ég gat nú ekki alveg séð að það væri svoleiðis stemning. Djammið var ágætt og endaði á því að við fengum okkur pizzu. Rakst meira að segja á eina vinkonu mína sem ég hef ekki séð í 4 ár!

Í gær píndi ég Niccolò til að horfa á Eurovision með mér af ruv.is! :) Honum fannst það á endanum bara skemmtilegt og sagðist vilja horfa líka á næsta ári! Ég var orðin voðalega æst í stigagjöfinni og það var bara mjög gaman :) ég skypaði svo Katrínu, Gullu, Unni og Þórdísi og athugaði stemninguna á Íslandi!

Nú ætla ég að fara út með hundinn...

un bacio a tutti!

mánudagur, maí 11, 2009

Ivrea la Bella! 

Jaeja.. Ta er eg komin til Italiu og eins og eg var buin ad lofa einhverjum ta akvad eg ad byrja ad blogga upp a nytt. Mer fanst einnig tilvalid ad blogga a gamla skiptinemablogginu minu tar sem eg er komin aftur til Ivrea.

Fyrir tau ykkar sem tekktu mig ekki fyrir 5 arum ta var eg skiptinemi a Nord-Vestur Italiu arid 2004-05 i litlum bae ad nafni Ivrea tar sem bua um 24.400 manns. Þetta er litill oskop fallegur og yndislegur baer. I midjum baenum rennur a og setur fallegan svip a baejarlifid og er tad i serstoku uppahaldi hja mer ad labba medfram anni.

Smam saman er eg byrjud ad setja mig inn i italskan lifnadarhatt. Morgunmaturinn samanstendur af heitri mjolk eda kaffi og kexkokum, i hadeginu amk tvirettad, pasta, prosciutto, ostar, salat ofl og svo annad eins i kvoldmat. Ad sitja vid matarbordid og raeda um daginn og veginn er ekkert sjalfsagdara og tegar madur stendur loksins upp og fer ad ganga fra eftir ad hafa bordad heilan helling plus svo avexti eda saetindi i eftirrett, attar madur sig a tvi ad hafa setid vid matarbordid i amk klukkutima.
Hitinn er ekki enn farin ad drepa mig og eg er adeins med eitt moskitobit, eftir ad hafa eytt sunnudeginum med Rossetti fjolskyldunni a vinekrunni teirra tar sem vid logudum haensnahusid og grilludum fiska i heilu lagi asamt graenmeti og odru medlaeti (sem eg bordadi bara af tvi ad eg gat ekki hugsad mer ad borda fiskinn tar sem hann horfdi a mig med votum augum og vesaelum svip, tratt fyrir ad vera dainn). A daginn er haegt ad fara ut a bolnum en betra er ad taka peysuna med ef solin skyldi skjotast bak vid sky. A kvoldin aftur a moti hef eg haft med mer lopapeysuna eda sumarjakkan. A daginn er yfir 25 gradur en a kvoldin um 15 og eg er ordin raud i kinnum og utitekin.

Italir hafa ekkert breyst sidan eg var her sidast.. Teir tala allir voda hatt, borda mikid og njota lifsins i litlu hlutunum. Her skiptir ekki mali hver a staersta grillid eda dyrasta jeppan.
Tad sem mer hefur alltad fundist fyndid er tad hversu opid folk er um veikindi sin her. Venjulegi samtalsopnarinn "Hvernig hefuru tad?" getur haft i for med ser heila sjukrasogu, sem inniheldur einnig veikindi vina og vandamanna. Eg hef til daemis laert ad spyrja aldrei Rossetti ommuna hvernig hun hefur tad tvi ta tarf eg ad hlusta a oll hennar veikindi!

Allt AFS folkid er oskop anaegt ad sja mig og i tessari viku verd eg sjalfbodalidi hja teim fyrir Myndasamkeppni AFS a Italiu "Italia med minum augum". Ta koma nokkrir skiptinemar fra odrum hlutum landsins sem toku tatt og haldid verdur eins konar myndanamskeid og farid med krakkana i heimsokn i skola og baeji her i kring asamt tvi ad syning verdur a myndunum teirra og veitt verda verdlaun fyrir bestu myndirnar.

I dag er eg i haskolanum i Torino og er ad fara a eftir i bio ad sja Star Trek, a itolsku!! sjaum hvernig tad fer.. Ad sitja her i haskolanum og skrifa a lyklabord med engum islenskum stofum minnir mig pinu a tad tegar eg "klippti" skolan og stalst upp i tolvuherbergi med Julie til ad blogga a tetta sama blogg...

I sambandi vid vinnu ta tarf eg ad hitta eina AFS konuna tar sem eg gaeti fengid vinnu i svona einkaklubb sem hun er i eda ad nota onnur sambond i gegnum AFS til ad fa vinnu vid adal solbadarstad baejarins, vid eitt vatnid tar rett hja.

jaeja... eg laet tetta duga i bili... :) eg vona ad eg geti komid internetinu i tolvunni minn i lag bradum til ad geta notad islenska stafi og komist a MSN! :)

Vonandi hafid tid tad gott a Islandinu og til hamingju med nyju rikisstjornina! ;)

sunnudagur, júlí 24, 2005

ho fatto un nuovo blog!!

eddina.blogspot.com

- tutto sarà scritto in italiano!! :)

Baci!

Edda :)

sunnudagur, júlí 10, 2005

Islanda... 

Ciao raga!!

Sono tornata in Islanda, che merda!! Mi manchate troppo!! Internet non funziona a casa mia e non funzionerà per le prossime due settimane!! Che palle!! Cmq, domani inizio lavorare, e tipo lavoro con un centro estivo!! Poi magari inizio lavorare in Inter Sport tra poco, nel un centro comerciale nel mio paese!! Cmq.. Secondo me non sapete che qui scrivo in italiano ma vi lo dirò...

Núna er eg komin heim til Islands og hér með segi ég bara thessari síðu lokaðri... Ég mun samt væntanlega skrifa her a ítoslku en thar sem þið skiljid ekki baun i thvi tungumali þa er thad kannski ekkert snidugt ad vera ad koma hingad inn.. Hvort eg taki svo upp nyja siðu (eda tha gomlu, nema ad slodin a kannski ekki svo vel vid mig lengur..) verdur bara ad koma i ljos.. Ferdalagid heim gekk bara vel en nottina adur hafdi eg ekkert sofid og var buin ad sofa i svona 8 tima sidustu 3 dagana..
En eg er komin heim og hringidi bara endilega i mig eda hafidi samband.. Vid bara sjaumst bradum!!

6918766

fimmtudagur, júní 30, 2005

Eg er ad koma heim.... 

Eg er ad koma heim eftir 6 daga!!! I dag fekk eg thvilikt panik kast!! Eg er ekk8i alveg ad atta mig a thvi ad eftir 5 daga mun eg vera stodd i Brekkutuni 15! O mio DIO!! Non ci posso credere! Egtir 5 daga mun eg sja eftir ollum vinum minum her! Hvad geri eg an Shuichis? Hvenaer hef eg taekifaeri tils ad fara til Hong Kong? Thad er otrulega mikid buid ad gerast a thessum undanfornum dogum sem eg nenni ekki ad skrifa her thvi eg hugsa ad eg muni bara segja ykkur thad i eigin personu eftir 6 daga!! Eg verd a flugvellinum a milli 8 og 9 a islenskum tima!!

vaffanculo!!! non voglio tornare!!! Zoe, mi mancherai tanto tanto tanto tanto tanto!!!!! (Giovanotti!!;) ke bello che nn mi capite ;)

Cmq.... Vid bara sjaumst thann 7. juli!! ;) Erudi ekki buin ad skipuleggja heimkomuparty fyrir mig?? ;)

þriðjudagur, júní 07, 2005

Uppbod!! 

Uppbod i gangi!!

I bodi er:

Lestarmidi fra Torino til Romar thann 5. juli! Lamarks upphaed 500 kr.

Flugfar fra Rom til Islands thann 6. juli med millilendingu i Kaupmannahofn (held eg...)!! Lamarks upphaed 5.000 kr


Bid eftir tilbodum eins fljott og haegt er!!

------------------------------------------------

eins og thid sjaid tha er eg ekkert a thvi ad kome heim til Islands eftir 4 vikur!! Her er vedrid yndislegt eg er ad verda buin med skolann, eg a frabaera vini, utlendinga sem itala plus thad ad eg er ordin astfangin!!

Okei.. Eg sakna ykkar og allt thad en eg er bara ekki ad meika thad ad thurfa ad fara heim aftur thvi her er allt svo frabaert!! I dag var eg ad sja suma vini mina i skolanum i sidasta sinn og mig langadi ad fara ad grata!! I gaer var eg med vini minum og toludum vid um thad hvad thad yrdi langt thanngad til vid mundum sjast aftur...

verd ad fara....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?