<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 27, 2009

Sto morendo di caldo! 

ég er sem sagt að deyja úr hita hérna í sunnanverðri álfunni. Fólk talar um að þetta sumar verði verra (þeas heitara) en sumarið 2003, en glöggir Íslendingar muna kannski eftir fréttum frá mínum slóðum um fólk að baða sig í gosbrunnum þetta sumar. Í vetur snjóaði líka mikið þannig að allur snjórinn í fjöllunum er að bráðna og áin í Ivrea er að fyllast af vatni og fólk er farið að óttast flóð.

Nú eru komnar meira en tvær vikur síðan ég skrifaði síðast og ætla ég að koma með smá up-deit.
Um helgina fór ég til Frakklands með Rossetti fjölskyldunni. Þau eiga litla íbúð í Frejus sem er lítill strandabær ekkert svo langt frá Nice & Cannes. Veðrið var nú ekkert það voðalega gott, 18-28 stiga hiti og ringdi einn og hálfan dag. Við notuðum því tækifærið og skoðuðum okkur um. Í bænum Grasse fórum við á ilmvatnasafn og sáum hvernig ilmvötn eru búin til og svo sá ég einnig Cannes, en Nice heimsótti ég fyrir 2 árum þegar ég fór og hitti Karinu vinkonu sem var þar í sumarfríi og ég var í Frejus. Anyway þá á að taka un 4-5 tíma að keyra frá Ivrea til Frejus en Rossetti fjölskyldan hefur svo gaman að því að keyra allar litlu göturnar frekar en að taka hraðbrautina að við vorum næstum 10 tíma á leiðinni! Þessir 10 tímar innihéldu þó tvö stopp á söfnum, Lestarsafn með gömlum lestum í stíl við Hogwartslestina og svo Ötzl forn karlinn sem fannst frosinn í heilu lagi í fjöllunum á milli Ítalíu og Frakklands.

I Frejus fór ég svo 3var á ströndina og er farin að taka smá lit og komin með nokkrar freknur! Einn eftirmiðdaginn fór ég svo ein í hjólatúr og hjólaði meðfram allri smábátahöfninni með óþægilegasta hnakk sem ég hef nokkurn tíman notað og ég er ekki frá því að mér sé enn illt í rassinum!! En það var gott að komast aðeins í tengsl við sjóinn enda er ég vön að sjá hann á hverjum degi og sjávargolan var hressandi í stað hitapollsins hér í Ivrea.

Ég er ekki frá því að Frakkland sé betur skipulagt heldur en Ítalía. Þegar við vorum komin yfir ítölsku landamærin var miklu meira "casíno" eins og Ítalir nefna það. Fólk var meira á ferðinni út á götunum og hrópandi og kallandi og vespur og skúterar sikksökkuðu á milli bíla og annarra vegfaranda. Að ferðast með 4 Ítölum er heldur ekkert grín. Á meðan Íslendingar njóta þess að upplifa landslagið með sjálfum sér í þögninni eru Ítalir æstir í að tjá manni hvað þeir sáu og kalla "sérðu þarna?!?!" og á ákveðnum tímapunkti var ég að fara yfir um á meðan þau töluðu hvort annað í kaf! Þrátt fyrir þetta þá var ferðalagið nú bara ágætt fyrir utan rigninguna og ég er bara aðeins brennd á ristinni... :)

þetta var eflaust frekar líflaust blogg en blogg var það og þið vitið að ég er ekki týnd og tröllum gefin...

knús til alle sammen!
edda

This page is powered by Blogger. Isn't yours?