<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 08, 2009

Milano, la citta' della Moda 



Mílanó, borg tískunnar.

Já.. Það var víst heimtað nýtt blogg frá mér. :P

Um síðustu helgi fór ég sem sagt til Milano, einnar helstu túskuborgar heimsins. Ég gisti hjá Shuichi, vini mínum frá Japan sem var skiptinemi með mér í Ivrea fyrir 4 árum. Hann var að klára 2. ári í Instituto Marangoni, sem er einn af virtustu hönnunarskólum heims og sá besti hér á Ítalíu. Á fimmtudagskvöldið var lokahóf Marangoni þar sem nýútskrifaðir nemendur héldu sína eigin tískusýningu og Shu bauð mér að koma með þar sem hann átti tvo boðsmiða.

Þar af leiðandi tók 2 og hálfs tíma lestarferð við frá Ivrea til Milano. Í lestinni til Milano frá Chivasso, þar sem við skiptum um lest, sat mjög skringilegur maður hinu megin við ganginn, sem starði á mig allan tíman, þessa 2 tíma. Frekar óþægilegt... Þegar til Milano var komið hlupum við í gegnum aðallestarstöðina, Shuichi með ferðatöskuna mína (alvöru gentilman) og ég á flipflop skóm sem eru alls ekki þeir bestu til að hlaupa á, skal ég segja ykkur. Við sikksökkuðum á milli fólks, sumir gáfu okkur illt auga á meðan öðrum fannst ekkert annað sjálfsagðara, þar til við komum á strætóstoppistöðina og hoppuðum upp í strætisvagninn sem kom á sömu stundu.

Í strætónum rann það upp fyrir mér að núna væri ég komin í stórborg. Fjölbreytt mannlífið, fjölbreyttar almenningssamgöngur og sírenuvæl fengu mig til að skipta um hegðun. Í stað bæjarlífsins,rólegheita og smá kæruleysis tók við stórborgin, varkárni og stress.

Fyrir almenningssamgöngur þaef að borga 1 evru. Miðinn dugar svo í 70 mín. Lífið í stórborginni kennir manni þó að komast hjá því að borga fyrir suma hluti. Shuichi lét mig fá strætómiðan og þegar ég ætlaði að stimpla hann þá útskýrði hann fyrir mér að ég ætti ekki að gera það, nema þegar strætóverðirnir koma inn í strætóinn og vilja sjá miðan. Af þessum sökum hafði hann líka valið sæti akkurat við stimplunarvélina.

Þegar kom að stoppistöðinni okkar, hoppuðum við út og héldum áfram hlaupunum þar sem við höfðum takmarkaðan tíma til að gera okkur klár fyrir Fashion-showið seinna um kvöldið.
Þegar komið var heim til Shu höfðum við ca. 20 til að skipta um föt og hlaupa svo út aftur.


Dress-codið sem hafði valdið mér miklum vangaveltum á meðan ég var að pakka var uppfylt með nettum, hnésíðum, hlýralausum, ljósbláum kjól, háum hælum, gyltri Pilgrim hálfesti, gyltum blóma vintage eyrnalokkum (keyptir á Spáni fyrir 2 árum) og hippaband á hausnum. Nokkuð sátt hljóp ég út í leigubíl ásamt Shu, enn sveitt eftir hlaup dagsins og gleymdi rauða varalitnum á strauborðinu...


Mitt fyrsta skipti í leigubíl á Ítalíu einkenndist af krókaleiðum og traffík. Til að bæta ofan á það var Shu að fara yfir um af stressi. Loksins komumst við á leiðarenda og röltum að innganginum þar sem jakkafataklæddir og vatnsgreiddir menn stóðu og tóku á móti boðsmiðum og vísuðu í stæði.


Ég er engin tískufrík, en ég verð samt að viðurkenna að ég hef gaman af tísku og pæli soldið í stíl osfrv, og ég held að ég geti ekki sagt að ég klæði mig mjög “venjulega”. Þarna leið mér loksins virkilega vel meðal fólks, fatalega séð. Hippabönd, mittispils, vintage, 50&60's stíll osfrv. Ef ég dirfist til að fara út í hnésokkum og með hippaband á hausnum í Ivrea uppsker ég pirrandi augnaráð og pískr bæjarbúa.


Shu kynnti mig fyrir vinum sínum og við tókum okkur stöðu. Klukkutíma eftir að við komum og mér var farið að verkja undan hælunum, byrjaði svo sjóvið!! Hælarnir björguðu mér þó því að ansi stór manneskja tróð sér fyrir framan okkur þegar var farið að líða á seinni hlutan.

Módelin strolluðu hvert á fætur öðru með mismunandi flottar flíkur utan á mjög svo mögrum kroppnum á meðan “dúm-dis-dúm-dis-bara-bara-dúm-dis” tónlist (lesist sem techno/house) gjall í eyrum viðstaddra.


Eftir þrjá tíma standandi á hælum lauk svo herlegheitunum með því að fatahönnuðirnir – ca 70 talsins- strolluðu um sýningarpallinn. Við ákváðum svo eftir mikla bið að fara á djammið. Ég og Shu höfðum ekki borðað neitt þannig að fyrsta stopp var í bakaríi þar sem við keyptum okkur pizzubita og héldum svo á barinn. Barinn var reyndar enginn bar. Við fórum inn á ein staðinn keyptum drykki og fórum svo út aftur og settumst á kantinn á blómakörunum og töluðum saman þar og drukkum.


Þarna lærði ég tip númer tvö í stórborginni. Ein vinkona Shu, Anna, útskýrði fyrir mér að hún fer inn á pubbinn og pantar þrjá drykki við kassan. Þar næst fer hún á barinn og sýnir kvittunina, en lætur barþjóninn ekki fá hana. Barþjónninn á aftur á móti að taka kvittunina og rífa hana til hálfs til að merkja að búið sé að nota viðkomandi kvittun og láta viðskiptavininn fá hana aftur. Viðskiptavinurinn þarf alltaf að taka kvittunina hér í Ítalíu, því að það getur komið fyrir að lögreglan stoppi fólk þegar það kemur út úr búð og vill fá að sjá kvittunina og ef þú hefur hana ekki ertu sakaður um þjófnað. Nei, þetta er ekki djók, svona er þetta hérna!!

Þannig að þegar Anna fór á barinn næsta skiptið framvísaði hún sömu kvittuninni og fékk drykkina sína þrjá.


Eftir nokkra drykki var ákveðið að fara á diskóið, Gasoline. Á Ítalíu þýðir bar kaffihús, pub merkir staður þar sem þú situr og drekkur og svo er discoteca staður þar sem þú dansar og drekkur.

Ambra, önnur vinkona Shu keyrði okkur Shu heim til hans til að ég gæti skipt um skó þar sem hælarnir voru að drepa mig. Ambra á Smart bíl, sem er aðeins tveggja sæta, þannig að Shu faldi sig á gólfinu farþegameginn, á milli lappanna á mér! Ekki nóg með það, þá drekka Ítalir og keyra. Löggan sem betur fer stoppaði okkur ekki þótt við hefðum mætt henni tvisvar á leiðinni heim.

Ég skipti um skó og setti á mig varalitinn og svo fórum við aftur út í bíl og héldum á diskóið.


Á diskóum þarf maður að borga sig inn og fær í staðinn einn drykk. Við borguðum því 10 evrur og fengum svo kokteil í staðinn við kassan þar sem við vorum líka stimpluð á handarbakið.

Þarna var svo dansað til að verða fjögur. Tónlistin var betri en ég bjóst við. International-Hressó tónlist í bland við nokkur góð af Ellefunni og jafnvel eitt og eitt Kofa-lag.

Eftir dansinn góða var svo haldið heim, í þetta sinn skutlaði Anna okkur og ég þurfti ekki að sitja með Shu á milli lappanna.


Ég læt þetta duga í bili.... FRH síðar :)


p.s. Afsakið málfræði og stafetningarvillur, nenni ekki að lesa þetta yfir....


This page is powered by Blogger. Isn't yours?