<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 17, 2009

la vita in italia,,,... è bella 

jæja!
Þá er það bloggfærsla númer tvö. Netið er ekki alveg að virka þannig að ég hef ekki geta verið mikið nettengd.

Á fimmtudaginn fór ég til Torino því Tiziano var að útskrifast úr efnaverkfræði í Politecnico Háskólanum í Torinó. Ég hef aldrei verið viðstödd háskólaútskrift áður hér á Ítalíu og er hún nokkuð öðruvísi en sú íslenska. Á Íslandi er öllum stúdentum sem eru að útskrifast troðið í stórasalinn í Háskólabíó og fá afhent skirteinið sitt. Á Ítalíu veistu ekki hver lokaeinkunnin þín er fyrr en þú ert búin að fá skirteinið í hendurnar.
Þennan fimmtudag voru aðeins sex nemar að útskrifast, þrír úr grunnnámi og þrír úr framhaldsnámi, allir úr efnaverkfræði. Eftir að hafa skrifað lokaritgerðina (BS,MA) þarf hver og einn nemandi að halda fyrirlestur um ritgerðina í 8 mínútur. Að því loknu taka prófessorarnir við að spurja viðkomandi spurninga út í efnið. Þegar því er lokið er þér gefin einkunn fyrir ritgerðina og fyrirlesturinn sem getur í mestalagi verið 110. Sú einkunn reiknast svo inn í meðaltalið þitt með þeim kúrsum sem þú hefur tekið og færð svo loka einkunn sem ???/110. Frekar stressandi verð ég að segja, enda var Tiziano mjög létt eftir fyrirlesturinn og opnaði tvær kampavínsflöskur í tilefni dagsins. Eftir það biðum við í tvo og hálfan tíma á kampusnum eftir því að mastersnemarnir kláruðu sína fyrirlestra og að kennararnir mundu ákveða einkunnagjöfina. Eftir á fórum ég, Tiziano og Niccolò og fengum okkur "apperativo" sem er hreint út sagt algjör snilld! Þá borgar þú sem sagt fyrir einn drykk og mátt svo borða eins mikið og þú vilt af eins konar hlaðborði á barnum. Við byrjuðum á að skoða La Consulata (kirkja) og fórum svo á Obelix og borðuð þar. Um 21 tókum við svo lest til Ivrea og fórum á Tour Blunch ásamt bestu vinkonu Tizi og svo kom Damiano. Við enduðum kvöldið svo á því að fara í bakaríið og Tiz keypti sér pizzu! Það er líka önnur snilld... Bakararnir byrja sem sagt að baka brauð og kökur morgundagsins um miðnættið og byrja að selja pizzur og croisant stuttu eftir það, þannig að þegar maður er búinn á djamminu þá getur maður fengið sér pizzubita áður en haldið er heim.

Á föstudaginn fengum við boðsmiða á djammið. Hér þarf maður nefnilega að borga sig inn á skemmtistaðina og fær samt í staðinn eitt skot eða kokteil í staðinn. Ég, Niccolò og Tiziano fórum sem sagt á Sugho, sem er aðal skemmtistaðurinn hér. Sem staður er hann mjög fínn. Minnti mig mjög mikið á gamla góða Organ, með ljósakrónum og veggfóðri. Tónlistin var hinsvegar hræðileg! Teknó drasl og Hressó tónlist inn á milli, sem var ágætt. Tónlistin á samt víst að fara eftir DJnum og þetta átti að vera eitthvað svona 90's eða 80's kvöld, en ég gat nú ekki alveg séð að það væri svoleiðis stemning. Djammið var ágætt og endaði á því að við fengum okkur pizzu. Rakst meira að segja á eina vinkonu mína sem ég hef ekki séð í 4 ár!

Í gær píndi ég Niccolò til að horfa á Eurovision með mér af ruv.is! :) Honum fannst það á endanum bara skemmtilegt og sagðist vilja horfa líka á næsta ári! Ég var orðin voðalega æst í stigagjöfinni og það var bara mjög gaman :) ég skypaði svo Katrínu, Gullu, Unni og Þórdísi og athugaði stemninguna á Íslandi!

Nú ætla ég að fara út með hundinn...

un bacio a tutti!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?