<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 30, 2004

minni á Gestabókina hér til vinstri undir annað dót ! :)

My last weekend in Iceland is over... 

Já, það er víst satt. Mín síðasta helgi í 10 mánuði á Íslandi er búin og kemur aldrei aftur, en þessi helgi var ljúf :) Á föstudaginn skellti ég mér á Hárið í Austurbæ og það var bara mjög gaman! Ég fór meira að segja með hippahárbandið mitt!! :D en allavega þá mæli ég með því að fólk fari frekar á Hárið heldur en Fame... Í hádeginu á laugardaginn var svo fjölskylduboð. Á boðstólnum var frábær ítölsk pastagrænmetistómatsúpa!! Alveg hrein snilld! og svo var drukkið ítalskt rauðvín með líka ;) Eftir að flest allir voru farnir fórum ég, mamma, Andrea og Alexander (litlu frændsystkini mín) í Kringluna og við fórum og keyptum gjafir handa ítölsku f´ölskyldunni. Þegar heim var svo komið aftur fór ég til Sölva og þar var haldið kveðjupartý fyrir mig!! :) Þetta var bara svona rólegt og gaman og talað saman! Flestir mættu nú í einhvern tíma en suma vantaði og þeir skulu þá bara taka það til sín sem eiga það!! ;) Ég fékk kveðjugjöf frá þeim Maju og Sigurborgu úr kórnum sem á eftir að nýtast vel! Takk aftur stelpur!! :) Þegar flestir voru farnir hélt Egill tónleika fyrir okkur til rúmlega sex og flutti þar frumsamin lög á píanó og þótt flest öll lögin hafi verið soldið sorgleg þá stóð hann sig vel og þakka ég honum fyrir ljúfa tóna undir morguninn :) Á sunnudeginum hjálpaði ég svo Sölva að taka til of fór svo aftur heim til að fara í bílatíma og svo var kvöldmatur fyrir ömmur mínar og afa :) Ég pakkaði svo inn nokkrum gjöfum og fór svo að sofa enda gífurlega þreytt..

Núna eru bara 4 dagar þangað til ég fer og þetta er svo ótrúlega skrýtið.. Ég hlakka mjög mikið til, en mig kvíður líka mikið en svo er þetta líka bara svo skrýtið. ég er að fara frá öllum og öllu í ár og mun ekki sjá neitt ykkar næsta árið!þegar ég var að kveðja flesta á laugardaginn þá einhvern veginn fattaði ég ekki að ég mun ekkert sjá þau aftur næsta árið..

allavega þá held ég fari núna að... pakka?! :/
Ciao tutti! :(

mánudagur, ágúst 23, 2004

GESTABÓK !! 

híhí.. ég var að taka eftir að kveðjurnar á póstunum hafa verið allar þær sömu (næstum þó) :P en allavega, þá ætlaði ég bara að láta vita að Gestabókin er farin að virka !! jeij!! (á allavega að gera það:/)

Ciao miei amici !!
Salut tout le monde !!

föstudagur, ágúst 20, 2004

Vííí.. loksins heyri ég eitthvað í fjölskyldunni minni úti!! :D Systir mín talar góða ensku og svo hitti ég Paolo á MSN áðan og ég var soldið feimin og vissi ekki alveg hvað ég átti að segja og svona.. spurði bara hvernig var í fríinu og hvað hann væri að læra í háskólanum og ég hef enga minnstu hugmynd um það hvað það var sem hann sagði, svo fór hann bara að læra.. :( en allavega, ég lifði af fyrstu viðureign við hann ;)


En já, í dag var síðasti vinnudagurinn (kannski að ég mæti eitthvað samt í næstu viku) og hann var fínn. við þrifum tvo bíla, og á meðan ég og Sara vorum að þrífa bílinn hjá Gunnsa sem er yfirmaðurinn voru gömlu kallarnir að horfa á okkur og tala um okkur, svo voru slatti af þessum köllum að perrast eitthvað í manni, bílinn okkar varð rafmagnslaus, finnskur strákur sagði við mig að ég væri með flottan rass, ég var spurði hvort ég ætti blómóttu stígvélinn frammi (sem ég átti ekki) og við vorum búinn rúmlega 3 :D

en allavega.. ég ætlaði að segja eitthvað... man ekki hvað það var... örugglega eitthvað ómerkilegt..

Eftir tvær vikur nákvæmlega verð ég stödd í Róm :D:D:D s.s þá eru 14 dagar í brottför :)

Ciao alle sammen :)

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

stundatöfluafhending (langt orð) hjá MH á eftir.. pæling í að láta sjá sig ;)

annars er bara 1 dagur eftir í vinnunni!!!!!!!!!!! vúhúúúú!!! það var nett chill í dag. vorum flokkstjóralaus og kláruðum bara eitt (frekar stórt samt)beð hjá MK og þrifum bílinn og vorum komin heim klukkan 3 :) æðislegt að vera komin svona snemma heim, vanalega er maður kominn heim um 5 leytið og þá er dagurinn bara búinn...!! en allavega þá er ég að fara í smáralindina.

hey já, hann Aðalsteinn, litli sæti frændi minn, er byrjaður í aðlögun á leikskóla!! Til hamingju með það litli sæti frændi!! :)

Ciao mes amis :P

Ísland - Ítalía, 2-0 

Hæ,hæ! Nýja bloggið alveg að verða tilbúið og þetta er vígslupósturinn!!

Þessi fyrsti póstur verður um fótboltaleikinn Ísland Ítalía sem hefur varla farið framhjá neinum :) Þessi leikur var FRÁBÆR!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ég meina það!! Ég sat niðrá hlaupabraut því hann Hjalti var svo sniðugur að redda okkur sætum þar og í þokkabót ókeypis ;) ég sat á jörðinni og það var frekar skrýtið að fylgjast með svona ekki ofan frá séð eins og maður er vanur! en þetta var samt ótrúlega gaman.. sá fullt af leikmönnum MJÖG nálægt!! Eins og þið ættuð að vita vann Ísland 2-0 (hver hefði trúað því?!?) en ég var mjög svekkt yfir því að sjá Ítalíu ekki skora! :( en stemmningin var frábær og nýtt vallarmet sett, 20.204 gestir að ég held.. :) En já.. verst líka að setja ekki nálægt einhverjum ítölum, hefði verið gaman að öskra Forza Italia með þeim ;) við Hjalti héldum nú samt með Ítalíu líka, bara svona til skiptist.. ;P Ég er samt ekki komin yfir það að Ítalía hafi tapað fyrir Íslandi, ég meina, við erum nú EKKERT góð í fótbolta, allavega ekki eins góð og Ítalía. Við þetta munum við líka væntanlega hoppa upp um nokkur sæti á styrkleikalistanum og Ítalía þá detta niður.. en allavega þá segi ég hér með að þetta blogg sé orðið vígt!

Forza Islanda!!! :D

Ciao tutti

This page is powered by Blogger. Isn't yours?