<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 30, 2004

My last weekend in Iceland is over... 

Já, það er víst satt. Mín síðasta helgi í 10 mánuði á Íslandi er búin og kemur aldrei aftur, en þessi helgi var ljúf :) Á föstudaginn skellti ég mér á Hárið í Austurbæ og það var bara mjög gaman! Ég fór meira að segja með hippahárbandið mitt!! :D en allavega þá mæli ég með því að fólk fari frekar á Hárið heldur en Fame... Í hádeginu á laugardaginn var svo fjölskylduboð. Á boðstólnum var frábær ítölsk pastagrænmetistómatsúpa!! Alveg hrein snilld! og svo var drukkið ítalskt rauðvín með líka ;) Eftir að flest allir voru farnir fórum ég, mamma, Andrea og Alexander (litlu frændsystkini mín) í Kringluna og við fórum og keyptum gjafir handa ítölsku f´ölskyldunni. Þegar heim var svo komið aftur fór ég til Sölva og þar var haldið kveðjupartý fyrir mig!! :) Þetta var bara svona rólegt og gaman og talað saman! Flestir mættu nú í einhvern tíma en suma vantaði og þeir skulu þá bara taka það til sín sem eiga það!! ;) Ég fékk kveðjugjöf frá þeim Maju og Sigurborgu úr kórnum sem á eftir að nýtast vel! Takk aftur stelpur!! :) Þegar flestir voru farnir hélt Egill tónleika fyrir okkur til rúmlega sex og flutti þar frumsamin lög á píanó og þótt flest öll lögin hafi verið soldið sorgleg þá stóð hann sig vel og þakka ég honum fyrir ljúfa tóna undir morguninn :) Á sunnudeginum hjálpaði ég svo Sölva að taka til of fór svo aftur heim til að fara í bílatíma og svo var kvöldmatur fyrir ömmur mínar og afa :) Ég pakkaði svo inn nokkrum gjöfum og fór svo að sofa enda gífurlega þreytt..

Núna eru bara 4 dagar þangað til ég fer og þetta er svo ótrúlega skrýtið.. Ég hlakka mjög mikið til, en mig kvíður líka mikið en svo er þetta líka bara svo skrýtið. ég er að fara frá öllum og öllu í ár og mun ekki sjá neitt ykkar næsta árið!þegar ég var að kveðja flesta á laugardaginn þá einhvern veginn fattaði ég ekki að ég mun ekkert sjá þau aftur næsta árið..

allavega þá held ég fari núna að... pakka?! :/
Ciao tutti! :(

This page is powered by Blogger. Isn't yours?