<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 08, 2009

politica 


pólitík!
Í gær voru kosningar til Evrópuþingsins hér á Ítalíu. Þrátt fyrir endalausa skandala Berlusconis sem hafa verið að koma upp á yfirborðið síðustu vikurnar var það hans flokkur sem hafði yfirhöndina; með minni prósentu en hann sjálfur bjóst þó við. Ítalskir sósíalistar hafa verið að ganga í gegnum erfitt tímabil upp á síðkastið og því virðist ekki vera að ljúka því þeim gekk ekki svo vel heldur; eins og restin af sósíalistunum í Evrópu! Evrópusambandið virðist vera að taka hægri kipp á meðan Ísland, Bandaríkin og Suður-Ameríka færist til vinstri. Sigurverar kosninganna hér á Ítalíu (miðað við að bæta sem mestu fylgi við sig) voru Lega Nord. Lega er hægri sinnaður flokkur sem vill meðal annars að höfuðborgin, þingið og öll völdin verði færð frá Róm til Mílanó og helst segja skilið við suðurhluta Ítalíu. Þetta er flokkur sem Berlusconi hefur í vasanum líkt og allar sjónvarpsstöðvarnar hér á Ítalíu.
Munurinn á Norður- og Suður-Ítalíu er mjög mikill. Norðrið hefur alltaf einkennst af iðnaði og uppgangi á meðan fyrir sunnan er meira atvinnuleysi og fátækt og mafía. Mafían er nú líka hérna fyrir norðan en stærstu fjölskyldurnar eru í Napolí og á Sikiley.

Vinstri flokkarnir á Ítalíu sem innihalda allt "interlectual" fólkið hafa endalaust verið að tvístrast og sameinast og ekki geta ákveðið sig um samstarf. Á meðan er Berlúski að verða að einræðisherra. Hann hefur sjálfur sagt að þingið þjóni engum tilgangi lengur því hann búi til öll lögin sjálfur. Nýlega sá hann til þess að búa til lög um friðhelgi einkalífsins til að koma í veg fyrir birtingu mynda frá einkavillu hans í Sardínu af nöktum menntaskólastúlkum undir lögaldri. Þessar myndir voru síðan birtar í El País á Spáni og ég mæli með að forvitnir kynni sér málið. Þar er meðal annars sagt frá Viagra notkun hans sem hefu ollið honum hjartveiki. Þrátt fyrir þetta segir Berlusconi að hann sé stálhress og með líkama á tvítugsaldri. Eiginkona hans er búin að segja skilið við hann og lýsti því yfir í einu dagblaðinu sem er anti-berlusconi-blað að Silvio Berlusconi væri veikur og þyrfti á hjálp að halda.

Já gott fólk... Pólitíkin er skrautleg og við Íslendingar getum þó amk þakkað fyrir að okkar forsætisráðherra sé þó ekki einvaldur eða veikur á geði.

p.s. myndin er af mér og "ömmu" eftir að við vorum búnar að búa til pasta :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?