<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 27, 2009

Sto morendo di caldo! 

ég er sem sagt að deyja úr hita hérna í sunnanverðri álfunni. Fólk talar um að þetta sumar verði verra (þeas heitara) en sumarið 2003, en glöggir Íslendingar muna kannski eftir fréttum frá mínum slóðum um fólk að baða sig í gosbrunnum þetta sumar. Í vetur snjóaði líka mikið þannig að allur snjórinn í fjöllunum er að bráðna og áin í Ivrea er að fyllast af vatni og fólk er farið að óttast flóð.

Nú eru komnar meira en tvær vikur síðan ég skrifaði síðast og ætla ég að koma með smá up-deit.
Um helgina fór ég til Frakklands með Rossetti fjölskyldunni. Þau eiga litla íbúð í Frejus sem er lítill strandabær ekkert svo langt frá Nice & Cannes. Veðrið var nú ekkert það voðalega gott, 18-28 stiga hiti og ringdi einn og hálfan dag. Við notuðum því tækifærið og skoðuðum okkur um. Í bænum Grasse fórum við á ilmvatnasafn og sáum hvernig ilmvötn eru búin til og svo sá ég einnig Cannes, en Nice heimsótti ég fyrir 2 árum þegar ég fór og hitti Karinu vinkonu sem var þar í sumarfríi og ég var í Frejus. Anyway þá á að taka un 4-5 tíma að keyra frá Ivrea til Frejus en Rossetti fjölskyldan hefur svo gaman að því að keyra allar litlu göturnar frekar en að taka hraðbrautina að við vorum næstum 10 tíma á leiðinni! Þessir 10 tímar innihéldu þó tvö stopp á söfnum, Lestarsafn með gömlum lestum í stíl við Hogwartslestina og svo Ötzl forn karlinn sem fannst frosinn í heilu lagi í fjöllunum á milli Ítalíu og Frakklands.

I Frejus fór ég svo 3var á ströndina og er farin að taka smá lit og komin með nokkrar freknur! Einn eftirmiðdaginn fór ég svo ein í hjólatúr og hjólaði meðfram allri smábátahöfninni með óþægilegasta hnakk sem ég hef nokkurn tíman notað og ég er ekki frá því að mér sé enn illt í rassinum!! En það var gott að komast aðeins í tengsl við sjóinn enda er ég vön að sjá hann á hverjum degi og sjávargolan var hressandi í stað hitapollsins hér í Ivrea.

Ég er ekki frá því að Frakkland sé betur skipulagt heldur en Ítalía. Þegar við vorum komin yfir ítölsku landamærin var miklu meira "casíno" eins og Ítalir nefna það. Fólk var meira á ferðinni út á götunum og hrópandi og kallandi og vespur og skúterar sikksökkuðu á milli bíla og annarra vegfaranda. Að ferðast með 4 Ítölum er heldur ekkert grín. Á meðan Íslendingar njóta þess að upplifa landslagið með sjálfum sér í þögninni eru Ítalir æstir í að tjá manni hvað þeir sáu og kalla "sérðu þarna?!?!" og á ákveðnum tímapunkti var ég að fara yfir um á meðan þau töluðu hvort annað í kaf! Þrátt fyrir þetta þá var ferðalagið nú bara ágætt fyrir utan rigninguna og ég er bara aðeins brennd á ristinni... :)

þetta var eflaust frekar líflaust blogg en blogg var það og þið vitið að ég er ekki týnd og tröllum gefin...

knús til alle sammen!
edda

sunnudagur, maí 17, 2009

la vita in italia,,,... è bella 

jæja!
Þá er það bloggfærsla númer tvö. Netið er ekki alveg að virka þannig að ég hef ekki geta verið mikið nettengd.

Á fimmtudaginn fór ég til Torino því Tiziano var að útskrifast úr efnaverkfræði í Politecnico Háskólanum í Torinó. Ég hef aldrei verið viðstödd háskólaútskrift áður hér á Ítalíu og er hún nokkuð öðruvísi en sú íslenska. Á Íslandi er öllum stúdentum sem eru að útskrifast troðið í stórasalinn í Háskólabíó og fá afhent skirteinið sitt. Á Ítalíu veistu ekki hver lokaeinkunnin þín er fyrr en þú ert búin að fá skirteinið í hendurnar.
Þennan fimmtudag voru aðeins sex nemar að útskrifast, þrír úr grunnnámi og þrír úr framhaldsnámi, allir úr efnaverkfræði. Eftir að hafa skrifað lokaritgerðina (BS,MA) þarf hver og einn nemandi að halda fyrirlestur um ritgerðina í 8 mínútur. Að því loknu taka prófessorarnir við að spurja viðkomandi spurninga út í efnið. Þegar því er lokið er þér gefin einkunn fyrir ritgerðina og fyrirlesturinn sem getur í mestalagi verið 110. Sú einkunn reiknast svo inn í meðaltalið þitt með þeim kúrsum sem þú hefur tekið og færð svo loka einkunn sem ???/110. Frekar stressandi verð ég að segja, enda var Tiziano mjög létt eftir fyrirlesturinn og opnaði tvær kampavínsflöskur í tilefni dagsins. Eftir það biðum við í tvo og hálfan tíma á kampusnum eftir því að mastersnemarnir kláruðu sína fyrirlestra og að kennararnir mundu ákveða einkunnagjöfina. Eftir á fórum ég, Tiziano og Niccolò og fengum okkur "apperativo" sem er hreint út sagt algjör snilld! Þá borgar þú sem sagt fyrir einn drykk og mátt svo borða eins mikið og þú vilt af eins konar hlaðborði á barnum. Við byrjuðum á að skoða La Consulata (kirkja) og fórum svo á Obelix og borðuð þar. Um 21 tókum við svo lest til Ivrea og fórum á Tour Blunch ásamt bestu vinkonu Tizi og svo kom Damiano. Við enduðum kvöldið svo á því að fara í bakaríið og Tiz keypti sér pizzu! Það er líka önnur snilld... Bakararnir byrja sem sagt að baka brauð og kökur morgundagsins um miðnættið og byrja að selja pizzur og croisant stuttu eftir það, þannig að þegar maður er búinn á djamminu þá getur maður fengið sér pizzubita áður en haldið er heim.

Á föstudaginn fengum við boðsmiða á djammið. Hér þarf maður nefnilega að borga sig inn á skemmtistaðina og fær samt í staðinn eitt skot eða kokteil í staðinn. Ég, Niccolò og Tiziano fórum sem sagt á Sugho, sem er aðal skemmtistaðurinn hér. Sem staður er hann mjög fínn. Minnti mig mjög mikið á gamla góða Organ, með ljósakrónum og veggfóðri. Tónlistin var hinsvegar hræðileg! Teknó drasl og Hressó tónlist inn á milli, sem var ágætt. Tónlistin á samt víst að fara eftir DJnum og þetta átti að vera eitthvað svona 90's eða 80's kvöld, en ég gat nú ekki alveg séð að það væri svoleiðis stemning. Djammið var ágætt og endaði á því að við fengum okkur pizzu. Rakst meira að segja á eina vinkonu mína sem ég hef ekki séð í 4 ár!

Í gær píndi ég Niccolò til að horfa á Eurovision með mér af ruv.is! :) Honum fannst það á endanum bara skemmtilegt og sagðist vilja horfa líka á næsta ári! Ég var orðin voðalega æst í stigagjöfinni og það var bara mjög gaman :) ég skypaði svo Katrínu, Gullu, Unni og Þórdísi og athugaði stemninguna á Íslandi!

Nú ætla ég að fara út með hundinn...

un bacio a tutti!

mánudagur, maí 11, 2009

Ivrea la Bella! 

Jaeja.. Ta er eg komin til Italiu og eins og eg var buin ad lofa einhverjum ta akvad eg ad byrja ad blogga upp a nytt. Mer fanst einnig tilvalid ad blogga a gamla skiptinemablogginu minu tar sem eg er komin aftur til Ivrea.

Fyrir tau ykkar sem tekktu mig ekki fyrir 5 arum ta var eg skiptinemi a Nord-Vestur Italiu arid 2004-05 i litlum bae ad nafni Ivrea tar sem bua um 24.400 manns. Þetta er litill oskop fallegur og yndislegur baer. I midjum baenum rennur a og setur fallegan svip a baejarlifid og er tad i serstoku uppahaldi hja mer ad labba medfram anni.

Smam saman er eg byrjud ad setja mig inn i italskan lifnadarhatt. Morgunmaturinn samanstendur af heitri mjolk eda kaffi og kexkokum, i hadeginu amk tvirettad, pasta, prosciutto, ostar, salat ofl og svo annad eins i kvoldmat. Ad sitja vid matarbordid og raeda um daginn og veginn er ekkert sjalfsagdara og tegar madur stendur loksins upp og fer ad ganga fra eftir ad hafa bordad heilan helling plus svo avexti eda saetindi i eftirrett, attar madur sig a tvi ad hafa setid vid matarbordid i amk klukkutima.
Hitinn er ekki enn farin ad drepa mig og eg er adeins med eitt moskitobit, eftir ad hafa eytt sunnudeginum med Rossetti fjolskyldunni a vinekrunni teirra tar sem vid logudum haensnahusid og grilludum fiska i heilu lagi asamt graenmeti og odru medlaeti (sem eg bordadi bara af tvi ad eg gat ekki hugsad mer ad borda fiskinn tar sem hann horfdi a mig med votum augum og vesaelum svip, tratt fyrir ad vera dainn). A daginn er haegt ad fara ut a bolnum en betra er ad taka peysuna med ef solin skyldi skjotast bak vid sky. A kvoldin aftur a moti hef eg haft med mer lopapeysuna eda sumarjakkan. A daginn er yfir 25 gradur en a kvoldin um 15 og eg er ordin raud i kinnum og utitekin.

Italir hafa ekkert breyst sidan eg var her sidast.. Teir tala allir voda hatt, borda mikid og njota lifsins i litlu hlutunum. Her skiptir ekki mali hver a staersta grillid eda dyrasta jeppan.
Tad sem mer hefur alltad fundist fyndid er tad hversu opid folk er um veikindi sin her. Venjulegi samtalsopnarinn "Hvernig hefuru tad?" getur haft i for med ser heila sjukrasogu, sem inniheldur einnig veikindi vina og vandamanna. Eg hef til daemis laert ad spyrja aldrei Rossetti ommuna hvernig hun hefur tad tvi ta tarf eg ad hlusta a oll hennar veikindi!

Allt AFS folkid er oskop anaegt ad sja mig og i tessari viku verd eg sjalfbodalidi hja teim fyrir Myndasamkeppni AFS a Italiu "Italia med minum augum". Ta koma nokkrir skiptinemar fra odrum hlutum landsins sem toku tatt og haldid verdur eins konar myndanamskeid og farid med krakkana i heimsokn i skola og baeji her i kring asamt tvi ad syning verdur a myndunum teirra og veitt verda verdlaun fyrir bestu myndirnar.

I dag er eg i haskolanum i Torino og er ad fara a eftir i bio ad sja Star Trek, a itolsku!! sjaum hvernig tad fer.. Ad sitja her i haskolanum og skrifa a lyklabord med engum islenskum stofum minnir mig pinu a tad tegar eg "klippti" skolan og stalst upp i tolvuherbergi med Julie til ad blogga a tetta sama blogg...

I sambandi vid vinnu ta tarf eg ad hitta eina AFS konuna tar sem eg gaeti fengid vinnu i svona einkaklubb sem hun er i eda ad nota onnur sambond i gegnum AFS til ad fa vinnu vid adal solbadarstad baejarins, vid eitt vatnid tar rett hja.

jaeja... eg laet tetta duga i bili... :) eg vona ad eg geti komid internetinu i tolvunni minn i lag bradum til ad geta notad islenska stafi og komist a MSN! :)

Vonandi hafid tid tad gott a Islandinu og til hamingju med nyju rikisstjornina! ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?