fimmtudagur, september 02, 2004
Síðasti pósturinn frá Íslandi!
Já krakkar mínir, þetta mun vera það síðasta sem ég rita inn á síðuna hér á Íslandi... Ég hef svo sem ekkert að segja, bara að kveðja ykkur öll og gangi ykkur vel hér heima og munið að vera dugleg við að senda mér bréf í snigla pósti, jafnt sem venjulegum ;) Ég fór í skólann í dag eftir ferðafundinn og það var rosalega erfitt að kveðja alla og að hugsa til þess að koma ekki inn í MH fyrr en eftir ár!!! vááá... En allavega þá er ég að fara að klára að pakka (%/#$ /%$ 20 kg!! :@) og svo út að borða í kvöld!
Næst þegar ég skrifa verður svo frá Ítalíu!! Landi pasta, pizza og fagra knattspyrnuleikara! :)
BLESS :*
Edda "bráðlega útlendingur" Ósk
Næst þegar ég skrifa verður svo frá Ítalíu!! Landi pasta, pizza og fagra knattspyrnuleikara! :)
BLESS :*
Edda "bráðlega útlendingur" Ósk

